Back to All Events

HönnunarMars í Epal 2015

  • Epal Skeifan 6 Reykjavík Iceland (map)

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd á HönnunarMars 2015.

Á HönnunarMars í Epal sýnir Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir uppáhellingarkönnuna Uppáklædd – All dressed up. Um gripflöt postulínskönnunnar er vafið annað hvort tréperlum eða bandi og dregur hún nafn sitt af klæðningunni. Klæðningin gerir hverja könnu einstaka, gefur gott grip og kemur í veg fyrir bruna.

Með þátttöku Epal í HönnunarMars hefur opnast nýr gluggi að góðri hönnun.

Epal mun í ár sýna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða jafnt ungra sem reyndari.

Haft hefur verið að leiðarljósi frá stofnun 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja góða hönnun og gæðavörur fyrir viðskiptavini Epal. Hluti af því er þátttaka í HönnunarMars

Later Event: March 7
CREATIVE TAKE OFF